Body Active - fyrir aukinn árangur í líkamsrækt


Með aukinni áherslu á heilsu, hreyfingu og hollt mataræði í daglegu lífi hefur eftirspurn aukist eftir vörum sem undirbúa líkamann fyrir hreyfingu og auka árangur á meðan á hreyfingu stendur.
Body Active línan frá [comfort zone] er hönnuð til að auka árangur í líkamsrækt en línan samanstendur af þremur vörum; booster, líkamsskrúbb og líkamskremi. Vörurnar auka súrefnisflæði og ýta undir fitubrennslu.
Body Active Booster er pre-workout gel sem eykur hita í líkama og vöðvum og eykur blóðflæði og súrefnisupptöku. Fyrir æfingu er gelið borið staðbundið á þá staði þar sem fita safnast auðveldlega eins og t.d. maga, rasskinnar og í kring um hné. Það er ilmefnalaust og þornar hratt og því ekki þörf á að nudda því inn í húðina.
Shower scrub er 2-í-1 freyðandi djúphreinsir sem frískar, losar burt dauðar húðfrumur og mýkir húðina. Skrúbburinn inniheldur náttúrulegar húðflagnandi agnir í mismunandi stærðum - svört hrísgrjón, græn te lauf og kísil – og náttúrulegan ilm sem örvar líkama og sál. Við mælum með að nota skrúbbinn eftir líkamsrækt til þess að fá fulla virkni. 
Body Active Cream er létt og rakagefandi krem sem örvar blóðflæði og þéttir húðina, tilvalið til notkunar eftir líkamsrækt. Kremið er með andoxandi virkni og sama náttúrulega ilm og skrúbburinn, ilm sem örvar líkama og sál. Kremið er borið á allan líkamann, með áherslu á þau svæði þar sem húðin á það til að verða fyrr slöpp. Kremið hentar öllum húðgerðum og mælum við með að það sé notað eftir líkamsrækt fyrir hámarks virkni.
Vörurnar innihalda engin sílíkon, paraben, jarðfituefni, litarefni eða dýraafurðir.
Smelltu hér til að skoða vörurnar í Body Active línunni.

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published