Bleikur október


Við hjá Bpro og HH Simonsen á Íslandi erum afar stolt af því að vera hluti af herferð Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum hjá konum í Bleikum október. Þetta er í annað sinn sem Bpro tekur þátt í þessu magnaða átaki, en árið 2017 söfnuðust rúmar þrjár milljónir sem voru nýttar í ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins.
Bleika slaufan HH Simonsen Wonder Brush bleiki burstinn

Bleiki burstinn

Wonder Brush hárburstarnir frá HH Simonsen hafa heldur betur slegið í gegn hér á landi og bætist nú Wonder Brush sérmerktur Bleiku Slaufunni við glæsilegt litaúrvalið. Bleiki burstinn verður seldur um allt land og rennur allur ágóði af sölunni óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Þetta er málefni sem snertir okkur öll á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni og erum við afar þakklát öllum okkar samstarfsaðilum og viðskiptavinum fyrir að taka þátt í þessu verkefni með okkur. 
Bleika slaufan Wonder brush frá HH Simonsen bleikur október

Wonder Brush

Wonder Brush burstarnir frá HH Simonsen eru hannaðir til að fara vel með hárið og hársvörðinn, en þeir eru mjög sveigjanlegir og koma í veg fyrir að hárið brotni og endar klofni. Þetta er hárbursti sem ætti að vera til á öllum heimilum en hann hentar öllum hárgerðum og aldurshópum og hentar bæði til að greiða blautt og þurrt hár.
Wonder Brush með bleiku slaufunni fæst á öllum sölustöðum HH Simonsen, á marcinbane.is og skinregimen.is, í verslunum Lyfju og í netverslun Krabbameinsfélagsins.

 


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published