B Corp mánuður


Mars er B Corp mánuðurinn og viljum við því nota tækifærið og fagna B Corp fyrirtækjum og starfsemi þeirra um allan heim. Starfsemi B Corp fyrirtækja er góð fyrir jörðina og samfélagið og hvetur hún fólk til að kjósa á hverjum degi með gildum sínum með því að styðja þessi fyrirtæki.
Davines village þorpið b corp

Davines Group

Davines Group var stofnað árið 1983. Það sem byrjaði sem lítil rannsóknarstofa hefur síðan þá vaxið í alþjóðlegt fyrirtæki sem vottað er af B Corp og er með dreifingu í yfir 90 löndum. Frá upphafi hefur Davines Group verið fjölskyldufyrirtæki með áherslu á að búa til fallegar vörur og frá árinu 2006 hafa umhverfisáhrif og sjálfbærni fengið sérstaka athygli. Árlega gefur fyrirtækið út sjálfbærniskýrslu til að sýna markmið þess og árangur síðastliðið ár.

Hvað er B Corp?

Árið 2016 varð Davines vottað B Corporation í fyrsta sinn og fram til ársins 2019 hækkaði B Corp einkunn fyrirtækisins úr 99 í 117,4.
Davines b corp mánuður mars
Til að fá B Corp vottun verður fyrirtæki að uppfylla ströngustu kröfur um árangur í samfélags- og umhverfismálum, gagnsæi og lagalegri ábyrgð. Sem B Corp leitast Davines Group eftir því að nýta hagnað sinn sem afl til góðs og vinnur að því að byggja upp sjálfbærara hagkerfi.

Hvað er Benefit Corporation?

Árið 2019 varð Davines einnig að Benefit Corporation. Þegar fyrirtæki eru vottuð Benefit Corporation er langtímaskuldbinding þeirra til að starfa ekki aðeins í hagnaðarskyni heldur einnig í þágu jarðarinnar og samfélagsins sett í samþykktir þeirra.  

„To be the best for the world, creators of good life for all, through beauty, ethics and sustainability.“ 
-Davines 


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published