Af hverju notum við andlitsmaska?


Undanfarin misseri hefur mikil tíska verið í notkun andlitsmaska. Maskarnir eru fáanlegir allsstaðar og með alla mögulega og ómögulega virkni, áferð og notkun. Margir hafa dottið í þá grifju að kaupa allskonar andlitsmaska og nota þá alla með misgóðum árangri. Tilfellið er það að bæði ofnotkun á andlitsmaska og það að nota rangan andlitsmaska getur haft neikvæð og jafnvel skaðleg áhrif á húðina.
Andlitsmaski er mjög kröftug meðferð til þess að koma virkum efnum í húðina. Maska á einungis að nota 1x í viku nema fagmaðurinn þinn ráðleggi annað.
Andlitsmaskar eru til á mismunandi formi. Kremmaskar og leirmaskar eru algengastir, en einnig er til mikið úrval af blaðmöskum, gúmmíflettimöskum, froðumöskum og gelmöskum.
Hægt er að fá andlitsmaska fyrir flestar húðgerðir og húðástand. Þegar andlitsmaski er notaður skal fyrst yfirborðshreinsa húðina og síðan djúphreinsa hana til að losa burt dauðar húðfrumur og óhreinindi til að hámarka virkni maskans sem er því næst lagður á. Flestir maskar eiga að liggja á húðinni í 10-15 mínútur en suma má hafa á húðinni yfir nótt.
[comfort zone] býður upp á gott úrval af andlitsmöskum og allir ættu að geta fundið eitthvað sem hentar þeim.
  • Hydramemory mask er rakamaski í kremformi sem gefur húðinni öfluga rakavirkni. Hann inniheldur meðal annars hyaluronic sýru og moringa olíu. Þennan maska má hafa á yfir nótt.
  • Renight mask er kremmaski sem hefur öfluga andoxandi virkni og gefur húðinni vítamín skot. Hann inniheldur meðal annar lífrænt vottaða goji berja olíu og lycopen úr tómötum. Þennan maska má hafa á yfir nótt fyrir húð sem er vannærð en fyrir þær sem eru með blandaða húð mælum við með að hafa hann á í 15 mínútur.
  • Active purness mask er leirmaski sem hentar vel fyrir blandaða og feita vandamálahúð. Maskinn er sótthreinsandi, bakteríudrepandi og jafnar fituframleiðslu húðarinnar. Maskinn inniheldur bæði grænan og hvítan leir. Þennan maska látum við liggja á húðinni í 15 mínútur.
  • Sublime skin lift mask er uppbyggjandi kremmaski. Hann hefur nærandi, lyftandi og rakafyllandi virkni og dregur úr línum og hrukkum. Maskinn innheldur hyaluronic sýru, tapioka sterkju og illipe smjör. Þeir sem eru með vannærða húð mega hafa hann á yfir nótt, en fyrir viðkvæma eða blandaða húð mælum við með að hafa hann á í 15 mínútur.
[comfort zone] býður líka upp á úrval af blaðmöskum sem hafa þann eiginleika að eftir notkun brotna þeir niður í náttúrunni. Þessa maska látum við liggja á húðinni í 15 mínútur.
  • Water Source mask er rakamaski sem hentar vel fyrir þurra húð en hann styrkir náttúrulegan varnarhjúp húðarinnar. Maskinn innheldur meðal annars hyaluronic sýru og aloe vera.
  • Skin Perfect mask er endurnýjandi maski fyrir þreytta húð. Hann er lyftandi og dregur úr línum og hrukkum. Maskinn inniheldur meðal annars brúna þörunga og chicory fjölsykrur.
  • Party Ready mask er endurnýjandi maski fyrir þreytta húð sem skortir ljóma. Maskinn inniheldur meðal annars c-vítamín og brúna þörunga.
  • De-stress mask er maski sem hentar vel fyrir þurra og viðkvæma húð. Hann róar og sefar húðina og gefur henni raka. Maskinn inniheldur meðal annars aloe vera og calendula.
Það er nauðsynlegt að hafa samráð við fagmann við val á réttum maska. Við mælum með að þú farir á næstu [comfort zone] snyrtistofu og ræðir við þinn fagmann.

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published