Af hverju að djúphreinsa?


Þegar kemur að heilbrigðri húð er undirstaða hennar góð og regluleg hreinsun.
Það er nauðsynlegt að nota góðan yfirborðshreinsi sem hentar húðgerð kvölds og morgna, en hreinsa þarf húðina 2x á kvöldin og 1x á morgnana. Það sem er líka nauðsynlegt fyrir húðina er góð djúphreinsun og hana skal gera 1x til 2x í viku eftir því sem fagmaðurinn þinn ráðleggur þér. Þegar miklar veðrabreytingar eiga sér stað eins og núna þegar veturinn er genginn í garð söfnum við enn frekar upp yfirborðsþurrk og dauðum húðfrumum og þá er nauðsynlegt að djúphreinsa húðina til viðhalda raka hennar og ljóma. 
Hvað er það sem djúphreinsir gerir sem aðrir hreinsar gera ekki? 
Djúphreinsir losar um dauðar húðfrumur sem safnast fyrir á yfirborði húðar og geta valdið húðstíflum og bólumyndun, hindrað súrefnisflæði og komið í veg fyrir að kremin sem þú notar gangi vel í inn í húðina og næri hana rétt. Þegar djúphreinsir er valinn þurfum við að hugsa út frá húðgerð og húðástandi. [comfort zone] er með tvær mismunandi gerðir af djúphreinsum; Essential Peeling og Essential Scrub. Báðar losa þessar vörur um dauðar húðfrumur, hreinsa húðina vel, auka súrefnisflæði hennar og endurnýja húðina, jafna húðyfirborðið, auka ljóma og auka virkni á þeim vörum sem síðan eru settar á húðina.
Essential Peeling er ensím djúphreinsir sem inniheldur ensímið Bromelain sem er unnið úr ananas. Essential Peeling er án korna og hentar því sérstaklega vel fyrir viðkvæma húð sem og acne húð og sýkta húð. Eftir yfirborðshreinsun er Essential Peeling lagður á húðina og látinn liggja í tíu mínútur og svo skolaður af. Eftir það er viðeigandi serum og krem sett á húðina.
Essential Scrub er djúphreinsir sem inniheldur kísil og jojoba korn í þremur mismunandi stærðum. Essential Scrub hentar flestum húðgerðum nema viðkvæmum. Eftir yfirborðshreinsun er smá magn borið á húðina og nuddað vel með hringlaga hreyfingum. Síðan er húðin skoluð vel og henni lokað með viðeigandi serum og kremi.
Það er líka frábært að nota góðan maska eftir djúphreinsun þar sem húðin er þá mjög móttækileg og öll góðu efnin í maskanum nýtast miklu betur. 
Við mælum með að þú farir á næstu [comfort zone] snyrtistofu og fáir ráðgjöf hjá fagmanni um rétt val á djúphreinsi.

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published