Að fá húðina til að ljóma – 10 góð ráð frá sérfræðingum


Heilbrigð ljómandi húð sem nánast ljómar innan frá og út, er það sem er efst á óskalistanum hjá flestum. Það eru nokkrir hlutir sem spila þar inni í. Góð gen (að sjálfsögðu), lífsstíll, snyrtivöruval og daglegir valkostir okkar hafa mjög mikil áhrif á heilbrigði húðar. Góð frumuendurnýjun, gott blóðflæði, góður nætursvefn, góð næring og góð húðumhirða eru allt hlutir sem þurfa að vera í jafnvægi til þess að húðin ljómi af heilbrigði. Hérna fyrir neðan eru 10 góð ráð sem hjálpa húð þinni að ljóma af heilbrigði – engin þörf á filter.

Fylgdu þessum ráðum til að fá ljómandi húð.

1. Hreinsaðu alltaf af þér allan farða fyrir svefn.

Aldrei sleppa því að yfirborðshreinsa húðina fyrir svefn. ALDREI. Sama hversu þreytt/ur þú ert. Stíflaðar húðholur gera ásýnd húðarinna grófa og hrufótta, sem ýtir undir óhreinindi og bólumyndun. Ef þú yfirborðshreinsar ekki húðina fyrir svefn getur þú átt á hættu að missa af tækifæri til að vinna á vandamálasvæðum. Notaðu mildan yfirborðshreinsir sem þurrkar ekki húðina til þess að fjarlægja farða, óhreinindi, mengun og annað sem húðin hefur gripið yfir daginn.

2. Fáðu nægan svefn.

Rannsóknir hafa sýnt að það eru vísindi á bak við fegurðarblundinn. Húðin endurnýjar sig á meðan þú sefur og of lítill eða slæmur svefn leiða til aukinar framleiðslu streituhormóns í líkamanum sem veldur bólgum í líkamanum og getur leitt til bólgu í húð s.s. Acne og Psoriasis. Gott ráð er að setja næturmaska á húðina fyrir svefn, það örvar eiturefnalosun húðarinnar á meðan þú sefur og þú vaknar með endurnýjaða húð.

3. Djúphreinsun

Djúphreinsun er það þegar við fjarlægum dauðar húðfrumur af yfirborði húðar. Djúphreinsun bætir áferð og útlit húðar og eykur virkni þeirra vara sem á eftir eru notaðar. Mikil uppsöfnun dauðra húðfrumna getur látið rakamestu húð virðast vera mött. Með því að fjarlægja dauðar húðfrumur gefum við húðinni bjart yfirbragð og það hjálpar til við að halda húðinni hreinni. /skin regimen/ enzymatic powder er frábært til að afeitra húðina, losa hana við mengun og þungmálma jafnframt því sem það fjarlægir dauðar húðfrumur. Notist einu sinni í viku, má blanda út í /skin regimen/ cleansing cream.

5. Fjárfestu í góðu augnkremi

Húðin er þynnst í kringum augun og þar af leiðiandi viðkvæmust fyrir þurrki og sjáanlegum þreytumerkjum. /skin regimen/ lift eye cream styrkir augnumgjörðina og eykur ljóma, dregur úr línum og hrukkum, vinnur á þrota og baugum og lyftir efra augnloki. Nýlegar rannsóknir sýna það að nota augnkrem sléttir húðina í kringum augun og dregur úr djúpum hrukkum. Létt krem til að nota á bæði efra og neðra augnsvæði.

6. Raki

Það virðist nokkuð augljóst að þegar við sækjumst eftir mýkt og ljóma að þá er raki lykilatriði. Raki er undirstaða virkrar húðumhirðu. Þegar húðin er þurr og hefur tapað ljóma sínum, þá mælum við með /skin regimen/ tripeptide cream til þess að endurheimta rakann og tapaðann ljóma. Það verndar húðina gegn mengun, þéttir hana og gefur henni langvarandi raka.

7. Borðaðu grænt

Blaðgræna eins og grænkál og spínat eru full af steinefnum, chlorophyl og andoxandi efnum. Þetta eru nauðsynleg bætiefni fyrir húðina. Þau auka súrefnisflæði til húðar og örvar sogæðalosun til eitla sem þýðir að þau draga líka úr bólgum og þrota. Regluleg neysla á blaðgrænu getur umbylt húðinni á nokkrum dögum. Skiptu út morgunkaffinu fyrir grænan safa. Næringarefnin síast út í blóðrásina og ná þannig hraðar til húðarinnar.

8. Hreyfing

Hreyfing eykur blóðflæði og súrefnisflæði til húðar. Um leið og hjarta þitt pumpar blóði hraðar, pumpa vöðvarnir út próteini sem knýr frumuskiptingu. Sem í stulltu máli yngir húðina. Hreyfing í bara 10 mínútur nokkrum sinnum í viku getur breytt miklu.

9. Að nota Retinol

Góð leið til að endurheimta ljómann og jafna yfirborð húðar, er að nota retinol. Retinol er form af A vítamíni sem eykur endurnýjun húðar. Retinol dregur verulega úr hrukkum og línum í kringum augu, munn og á kinnum. Aukin frumuframleiðsla þýðir að kollagen framleiðsla eykst, sem styrkir rakaþennslu húðar og sem dregur úr línum og hrukkum. Retinol vinnur einnig á sólarskaða, fínum línum og acne. /skin regimen/ retionl booster gefur endurnýjandi virkni sem jafnar húðyfirborðið, dregur úr línum og hrukkum og þéttir húðina.

10. Að nota C vítamín

C vítamín hentar vel til þess að lýsa dökka bletti og jafna húðtón. C vítamín eða ascorbin sýra truflar framleiðslu litabletta, sem þýðir að með reglulegri notkun dregur það verulega úr litabreytingum, eykur framleiðslu kollagens og þéttur húðina. /skin regimen/ vitamin C booster þéttir húðina, jafnar húðtón og dregur úr litabreytingum. C vítamín er nauðsynlegt til þess að framleiða kollagen sem þéttir og stinnir húðina, skortur á því getur leitt til þess að húðin verður föl og líflaus. Kollagen endurnýjar húðina og dregur úr hrukkum og sjáanlegum ummerkjum öldrunar. C vítamín eykur einnig elastín, sem gerir húðina þykkari svo hún haldi meiri raka, sem gerir húðina þrýstnari.

Ef þú bætir þessum 10 ráðum inn í húðumhirðu þína ættir þú að vera orðin/nn ljómandi áður en þú veist af.


Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published