Að afeitra hugann


Nú þegar svo mikil áhersla er lögð á ytra útlit okkar, hversu oft ætli við hugsum um það hversu fallegur heilinn í okkur sé?
Það er nauðsynlegt að tryggja gæði hugsana.
Að taka sér tíma til að koma reiðu á hlutina, losa um streitu og afeitra hugann er jafn mikilvægt – ef ekki mikilvægara – en leitin að hinni fullkomnu, unglegu húð, sérstaklega þar sem við vitum núna að þessir hlutir haldast í hendur. Streita er ekki kölluð „hljóðláti skaðvaldurinn“ fyrir ekki neitt. Mikil andleg streita getur haft mjög slæm áhrif á líkama okkar og getur valdið krónískri ónæmistruflun, auknu oxunarálagi og jafnvel DNA-skemmdum. Það er því gáfulegt að gefa sér tíma til þess að hugsa um sterkasta vöðvann okkar og setja jafn mikla umhyggju í umhirðu hans og viðhald eins og við gerum við húðina.
En hvernig er best að byrja? Meira en helmingur fólks býr í stórborgum og lifir annasömu lífi með afar takmarkaðan tíma tileinkaðan í hvíld og slökun. Því getur það verið krefjandi verkefni að finna okkur tíma til að næra hugann, en sem betur fer er það auðveldara en það hljómar að finna okkur stutta stund í annasömum degi sem við tileinkum núvitund. Til dæmis er hægt að taka nokkra djúpa, hæga andardrætti í strætó eða á rauðu ljósi í morguntraffíkinni og gera lista í huganum yfir alla jákvæða hlutina í lífi okkar hvort sem þeir tengjast heilsu eða velgengni, eða bara njóta góðrar máltíðar eða fagna fundi sem gekk afburðar vel. Látið allar hugsanir um það sem á eftir að gera hverfa á braut, yfirvofandi verkefni og to-do lista hverfa úr huganum. Rannsóknir sýna að 5 mínútur af djúpri, slakandi öndun auka meðvitund eða núvitund um það sem er að gerast innra með okkur. Líkaminn er afskaplega klár og meðvitund er almennt tengd heilanum, en þessi meðvitund getur tengst öllum okkar frumum. Æfðu þig með því að nota smá stund dag hvern til þess að einblína á þig og taktu eftir hversu endurnærð/ur og orkumikil/ll þú verður og hvað þú ert miklu betur undirbúin/nn til að takast á við daglega streitu nútíma lífs.
Að gefa sér tíma til að horfa inn á við og iðka núvitund getur aukið tenginguna á milli huga og líkama - og gert okkur skilningsríkari gagnvart öðrum - sem er of sjaldgæft í dag. Með því að nálgast þitt eigið líf með núvitund og skilning að leiðarljósi getur þú ef til vill hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Því þegar öllu er á botninn hvolft, hvað er fallegra en góðmennska?

Leave a comment


Please note, comments must be approved before they are published