FRÓÐLEIKUR RSSBesta herrasjampóið - Reynslusaga

Helgi Ómars, bloggari, ljósmyndari og snillingur með meiru er mikill label.m aðdáandi. Með góðfúslegu leyfi hans endurbirtum við frásögn hans af label.men línunni.  Það eru allskonar skelli spurningar sem poppa í hausinn þegar þú ert 27 ára karlmaður. Mun ég missa hárið? Mun ég fá hár á bakið? Mun nefið á mér stækka? EYRUN LÍKA? ÞIÐ VITIÐ. Allt þetta sem við höfum séð í kringum okkur í gegnum tíðina. Áður fyrr hef ég allavega alltaf hugsað að ég þarf ekki að hafa áhyggjur því tæknin mun finna öll þau svör sem ég þarf. Sama má segja með húðflúr, á ekki að vera löngu komið eitthvað krem? Ég er reyndar mjög heppinn (SJÖNÍUÞRETTÁN) að vera enn með öll hárin mín á...

Continue readingHárlos - reynslusaga

Stelpurnar í Reykjavík Fit eru góðar vinkonur bpro. Hrönn Gauksdóttir varð fyrir því að missa mikið hár í kjölfar barnsfæðingar. Með góðfúslegu leyfi hennar fengum við að endurbirta bloggfærslu hennar um það efni.    Ég hef glímt við fíngert/þunnt hár og hárlos í mörg ár. Ég hef fengið tímabil þar sem áhrif hárlosins hefur áhrif á sálarlíf mitt. Ég tengi alltaf hárlos tímabil við hormónabreytingar hjá mér og hef prufað mörg efni og kúra til að sporna við þessu. Get ekki sagt að mikið hafi virkað þangað til ég prufaði Energizing línuna frá Davines. Á 12.viku meðgöngu fór ég að finna fyrir þó nokkru hárlosi. Ég byrjaði að nota sjampóið og Superactive dropana í þessari línu. Þeir eru sérstaklega hannaðir til að vinna gegn hormóna tengdu hárlosi...

Continue readingLeiðir til að fá meira volume í hárið

Stórt og umfangsmikið hár er eitthvað sem ansi margar konur langar í. Það eru til mörg trix, tæki, tól og vörur til að fá meiri fyllingu í þunnt, líflaust, fíngert eða jafnvel hvaða hár sem er. Hér eru nokkur af mínum helstu ráðum:  Það er stundum sagt að „volume“ sé í tísku, en eins og svo margt þá er það inni núna og úti eftir einhvern tíma og svo, þið fattið. Það eru reyndar bara örfá tímabil og eiginlega bara eitt sem mér dettur í hug þar sem „volume“ var engan veginn málið. Það tímabil er hippatíminn eða blómatímabilið, einhversstaðar í kringum 1968 og ég þakka kærlega fyrir að hafa ekki ætlað á toppinn í mínu fagi þá. Á þeim tíma...

Continue readingHvað á að gera þegar hárið brotnar.

Nú er „BLONDIE“ tíminn að koma Mikil efnameðhöndlun, aflitun og ýmiskonar hlutir geta valdið því að hárið fer hreinlega að brotna. Það getur verið ansi „scary“ moment þegar þú fattar að þú ert búin að missa alla stjórn á þessu og lokkarnir halda áfram að styttast. Þetta er stundum kallað Chemical Cut af því það er eins og efnin sem hafa verið notuð hreinlega klippi af hárinu án þess að þú hafir nokkuð um það að segja.  Til að aflita eða lýsa hár eru notuð nokkuð sterk efni í flestum tilfellum og er það mjög einstaklingsbundið hversu vel hárið höndlar það. Það skiptir líka máli að nota gæða aflitunarefni eða liti (ó nei, þetta er sko ekki allt sama sullið). Þegar aflitun eða ljósu hári er viðhaldið...

Continue readingHárvandamálið sem enginn vill tala um.

Þegar við tölum um hárið á okkur við vin, vinkonu eða hárgreiðslumeistara er það auðvitað oftast tengt forminu, litnum eða einhverri spennandi breytingu. Auðvitað er það þannig, því það er spennandi og gaman að breyta til eða að fríska upp á sig. Það finnst öllum, sama hvað hver segir. Auðvitað skiptir útlit hársins fólk mismiklu máli, en flestir vilja þó almennt líta vel út. Það eru ansi margir hlutir sem við myndum vilja fá hjálp við að laga og finna lausnir á en við vitum oft ekki hvert á að leita eða hvernig á að snúa sér í svoleiðis málum. Flasa, feitur hársvörður, kláði, hárlos eða hár sem brotnar eru ansi algengir kvillar og flestir sem tengja við einhvern af þeim. Hjá mér er...

Continue reading