LDP og rokkað label.m hárgreiðslushow 

Laugardaginn 30. september síðastliðinn komu stórstjörnur frá label.m í heimsókn til okkar í bpro, þau Indira Schauwecker og Eamonn Boreham. Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að fá svona frábæra fagmenn til landsins og forréttindi fyrir hárgreiðslufólk að fá tækifæri til að sækja sér dýpri þekkingu og njóta innblástursins sem þau Indira og Eamonn færa okkur. Það er alls ekki auðvelt að fá þau til að heimasækja litla Ísland þar sem þau eru bókuð um allan heim langt fram í tímann. En þeim finnst við frábær og algjörlega elska að koma hingað. 

Dagskráin með þeim var viðburðarík og byrjaði á kraftmikilli viðskiptaþjálfun á laugardagsmorgninum eða eins og það er kallað hjá label.m ldp þjálfun.  Þar fengu okkar frábæru viðskiptavinir hvatningu og fræðslu frá honum Eamonn um hvernig þeir geta tekið reksturinn sinn á næsta stig og ráðleggingar um hvernig þeir geta þjónustað viðskiptavini sína á sem bestan hátt. Indira fór svo yfir hvernig hún hefur náð svona langt í faginu.

Indira Schauwecker er snillingur og gaf okkur magnaðan innblástur. Hún er frábær persóna í alla staði með mikla og merkilega sögu sem hún deildi með viðskiptavinum okkar á ldp námskeiðinu á laugardagsmorgninum.  Hún er með óendalegan metnað fyrir starfinu sínu og hefur það skilað sér í því að hún er til dæmis þrefaldur vinningshafi British Hairdresser Awards í flokknum Avant-Garde Hairdresser of the Year. 

Um kvöldið tók svo við "rokkuð" veisla sem var bæði ástríðufull og sjóðheit. Við fengum að sjá brot af öllu því sem faghjartað og hugann lystir og má þar nefna; Avant-Garde, Get the look og Fashion Fix. Þessi þrenning sameinar allt það sem fagfólk óskar eftir.

Við tökum hlutina alla leið í bpro, hér er aldrei nein lognmolla. Það skiptir okkur gríðarlega miklu  máli að veita fagfólki veislu á borð við þessa, enda elskum við það sem við gerum.
Þegar hárgreiðslufólk kemur saman á viðburðum sem þessum leiðist engum, enda mikill sjarmi yfir faginu okkar og áttum við saman kraumandi kvöldstund.

Okkur tókst að skapa stemningu sem var í senn notaleg og fjörug en umfram allt fór fólkið okkar út í nóttina stútfullt af nýrri þekkingu og innblæstri.

Mbkv. - Guðný Hrönn sölustjóri bpro