Frábærlega vel heppnað Excellent Edges Workshop 

Í bpro er alltaf fjör. 

Við elskum að veita fagfólki innblástur og erum gríðalega ástríðufull fyrir öllu því sem við gerum. Eitt af því sem skiptir hárgreiðslufólk hvað mestu máli er að vinna með góð tæki og þá ekki síst skæri. Því fengum við til landsins hann Claus Nissen sem er eigandi HH Simonsen og umboðsmaður Excellent Edges skæranna. 

Við leyfum okkur að fullyrða að Excellent Edges séu bestu skæri sem völ er á. Þau eru handsmíðuð í Ástralíu eftir japönskum stálsmíðahefðum. Excellent Edges skæri eru lífstíðareign og því algjör forréttindi að fá fagmann eins og Claus til að kenna okkur nýja tækni og fræða okkur um viðhald og notkun skæranna. 

Við hjá bpro viljum að fagfólkið okkar starfi með bestu mögulegu tólum og tækjum því þannig upplifir viskiptavinurinn hvað góð klipping er mikill lúxus. Okkur finnst gaman að sjá fagfólkið okkar bæta við sig þekkingu og viljum hjálpa þeim að ná fram því besta í þeim sjálfum.  

Claus færði okkur inn í spennandi heim af tækni, fagmennsku og þekkingu. Excellent Edges hefur nú þegar heillað marga upp úr skónum enda standa þau algjörlega undir væntingum. Stemmningin á námskeiðinu var bæði notaleg og persónuleg. Gestir okkar nutu sín og leiddist eitt sekúndubrot.
Meðfylgjandi eru myndir teknar af Pétri Fjeldsted. 
 
Með kveðju,
bpro gengið