label.m var á meðal styrktaraðila á Reykjavík Fashion Festival

Stærsti tískuviðburður ársins var haldinn helgina 23. - 25 mars í Hörpu. Label.m var á meðal styrktaraðila og sá um hárið fyrir sýningarnar. Umsjón og hönnun á hárinu var í höndum tveggja reynslubolta úr bransanum. Harpa Ómarsdóttir er eigandi Hárakademíunnar og Blondie hárstofu. Hún er einnig opinber ,,ambassador" fyrir label.m. Steinunn Ósk er lykilleikmaður í hársenunni á Íslandi og einhver helsti fagmaðurinn sem hönnuðir og aðrir leita til fyrir tískutökur og aðra viðburði. Báðar hafa þær gríðarlega mikla reynslu í að vinna hár fyrir tískusýningar og hafa tekið þátt í RFF og fleiri sýningum áður. 

Bpro heildsala styrkti sýninguna með label.m vörum sem hárteymið notaði baksviðs fyrir sýningarnar og var starfsfólkið til taks til að aðstoða.

Þetta var stórkostlega vel heppnuð hátíð þar sem sex af flottustu hönnuðum landsins sýndu verkin sín; Aníta Hirlekar, Cintamani, Inklaw, Magnea, Myrka og Another Creation. 

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir teknar baksviðs.