bpro studdi við Íslandsmót iðn- og verkgreina á dögunum. 

Íslandsmót iðn- og verkgreina fór fram 16. – 18. mars sl. Keppt var í tveimur flokkum í hársnyrtiiðn. Keppendur nutu góðs frá bpro sem gaf öllum þátttakendaverðlaun frá label.m og sigurvegararbeggja flokka fengu sléttujárn frá HH Simonsen. Vinnuvörur á sýningarsvæðinu voru einnig frá label.m. Þau Baldur og Guðný voru einnig í dómararteyminu ásamt Söru Anítu á Kompaníinu og Jóhönnu og Sigurði frá Skipt í miðju.

Í keppnishluta I voru nemendur í grunnnámi og kepptu í fantasíu. Þátttakenudr voru níu og komu frá þremur skólum; Hárakademíunni, Tækniskólanum og Verkmenntaskólanum á Akureyri. Nemendur sem allir eru á 1. -3. Önn fenga 75 mínútur til að leysa verkefnið. Allir nemendurnir sýndu mikið hugmyndaflug og var glæsileg vinna að baki allra þessara verkefna. Það er óhætt að segja að domararnir voru ekki öfundaðir yfir því að hafa það hlutverk að dæma og velja þá sem skildu sigra.

Allir keppendur fengu þátttakendaverðlaun frá label.m og sigurvegarinn fékk sléttujárn frá HH Simonsen. Í þriðja sæti voru þær Halla Karen Haraldsdóttir og Christel Ýr Johnsen frá Hárakademíunni, í öðru sæti var Dagný Anna Laufeyjardóttir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og í fyrsta sæti var Áshildur María Guðbrandsdóttir úr Hárakademíunni. Hárakademían hlaut flest stig og fékk hinn eftirsótta farandbikar.

Í keppnishluta II voru fimm keppendur sem kepptu í mismundandi verkefnum í dagana þrjá. Fyrsta daginn var keppt í dömutískulínu og -lit og herra tískulínu, annan daginn var keppt í greiðslu á síðu hári og þurftu keppendur að uppfylla ákveðnar óskir í litun. Seinasta daginn var brúðargreiðsla.

Sigurvegarinn var Klara Ívarsdóttir, í öðru sæti var Edda Heiðrún Úlfarsdóttir og í þriðja sæti var Alma Björgvinsdóttir. Allar kepptu fyrir hönd Tækniskólans.

Við hjá bpro óskum öllum keppendum farsældar í framtíðarstörfum sínum og vinningshöfum til hamingju.