Baldur og Arnar Gauti velja ný húsgögn í sýningarrými bpro. 

Á skrifstofunni hjá okkur í bpro leggjum við metnað í að hafa notalegt andrúmsloft og viljum við að viðskiptavinir sem líta við hjá okkur upplifi alltaf eitthvað nýtt. Þess vegna leggjum við ríka áherslu á að sýningarrýmið sé alltaf "on trend" svo það virki sem innblástur sem viðskiptavinir geti nýtt sér á hárgreiðslustofunum sínum. Vörum er alltaf stillt upp á smekklegan hátt og enduraðað á nokkurra vikna fresti svo ný og ný vara fái að njóta sín í hilluplássinu. 

Ekki síður mikilvægur þáttur hvað þetta varðar eru húsgögnin. Baldur Rafn kíkti til Arnars Gauta í Húsgagnahöllinni sem hjálpaði honum að velja ný húsgögn í sýningarrýmið og stendur til að endurnýja þau á um það bil tveggja mánaða fresti með dyggri aðstoð frá smekklegu auga Arnars Gauta. 

En hvað verður svo um gömlu húsgögnin? Jú, viðskiptavinum bpro er boðið á uppboð þar sem þeir fá að berjast um að bjóða í þessa flottu gripi. Síðasta uppboð var æsispennandi en það fór þannig að Bjöggi á Österby nældi sér í sófa sem hart var slegist um og Alli á Kompaníinu hvíta leðurstóla. Næsta uppboð verður eftir um það bil tvo mánuði og er nú þegar kominn æsingur í liðið, enda nýju húsgögnin úr Húsgagnahöllinni sérlega smekkleg.