Mikið sem við elskum að veita fagfólki innblástur, erum gríðalega ástríðu fyrir öllu því sem við gerum.

 
Í bpro er búið að vera mikið fjör. 
Um síðustu helgi fengum við til landsins alþjóðlegan litafræðing á vegum Davines, hana Kirsten frá Danmörku. Kirsten hefur unnið fyrir Davines í 18.ár. Er hún svo sannarlega með ástríðuna á púlsinum og er algjört æði. 
Við byrjuðum vikuna á litanámskeiði - Húsið fylltist af frábæru fagfólki sem var tilbúið að taka á móti öllum þeim innblæstri sem matreitt var fyrir það. 
Kirsten færði okkur inn í spennandi litaheim, Mask with Vibrachrome, sem hafa nú þegar heillað marga upp úr öllu og standa algjörlega undir þeim væntingum, sem hver fagmaður þarf á að halda. Átta módel skörtuðu sínu fegursta þetta kvöld og var áherslan lögð á stofuvæna stemmningu. Mask with Vibrachrome, eru einstakelga glansmiklir og endingin mun lengri en yfirleitt þekkist. 
 
Stemmningin var bæði notaleg og persónuleg. Gestir kvöldsins töluðu sérstaklega um að því hafi ekki leiðst eitt sekúndubrot og náðu að njóta hverja einustu mínútu sem sló í takt við sjarma kvöldsins.
 
Mbkv.
Guðný