Um okkur

bpro heildverslun var stofnuð árið 2010 af þeim Sigrúnu Bender og Baldri Rafni Gylfasyni. Þau byrjuðu smátt í 25fm bílskúr með eitt merki. En ekki leið á löngu þar til bílskúrinn varð of lítill og þau neyddust til að stækka við sig. Einungis 4 árum eftir stofnun bpro festu Baldur og Sigrún kaup á tæplega 300fm húsnæði í Ögurhvarfi 4 í Kópavogi þar sem nú starfa 6 starfsmenn í fullu starfi og 2 starfsmenn í 50% starfi auk nokkurra verktaka sem taka að sér alls kyns verkefni fyrir bpro og eru þau komin með 7 vörumerki. Nýja húsnæðið er sér hannað til þess að taka á móti gestum, halda námskeið og fyrirlestra og halda fundi og kynningar.  bpro sérhæfir sig í sölu á hágæða hárvörum til fagaðila. Vörumerki bpro eru label.m, HH Simonsen, Davines, Execellent Edges, The Wet brush, Crazy Color og Palco. 

 

Gildin okkar

Við leggjum okkur öll fram við að veita persónulega og faglega þjónustu hverju sinni. Við einblínum okkur að gæðum bæði í vörum sem og í þjónustu. Við bjóðum reglulega uppá fræðslu á okkar sviði fyrir okkar dýrmætu viðskiptavini enda teljum við að slík þjónusta sé ekki einungis nauðsynleg heldur einnig gríðarlega skemmtileg og stuðlar að góðri samvinnu og hópefli. Við erum ávallt í stuði og bjóðum uppá ýmis konar skemmtun bæði hefðbundna sem og óhefðbundna. 

 

Starfsmenn

Baldur Rafn Gylfason
Framkvæmdarstjóri - CEO
baldur@bpro.is
Sigrún Bender
Fjármálastjóri - CFO
sigrun@bpro.is
Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir
Bókhald og Skrifstofa
sirry@bpro.is
Guðný Hrönn Sigmundsdóttir
Vörumerkjastóri - label.m og HH Simonsen
gudny@bpro.is
Arna Sigrún Haraldsdóttir
Markaðsstjóri
arna@bpro.is
Dagmar Ósk Helgadóttir
Sölufulltrúi
dagmar@bpro.is